Anníe Mist kom ekki bara heim með bronsið heldur líka fullt af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér með íslenska fánann á verðlaunapallinum á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fékk veglegt verðlaunafé fyrir frammistöðu sína á heimsleikunum í CrossFit á dögunum. Morning Chalk Up hefur tekið saman hvað íþróttafólkið hafði upp úr krafsinu peningalega. Keppendur gátu náð sér í pening fyrir það að ná ákveðnu sæti en einnig voru aðrar bónusgreiðslur fyrir árangur í hverri grein sem og aukagreiðsla frá Reebook fyrir þá keppendur sem voru á samningi þar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist náði bestum árangri íslensku keppendanna á móti og fékk samtals 105 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða um 13,2 milljónir í íslenskum krónum. Anníe fékk 80 þúsund dali fyrir þriðja sætið og þrjú þúsund dali að auki í bónusgreiðslur fyrir árangur í einstökum greinum á heimsleikunum. Þá fékk hún fimm þúsund fyrir árangur sinn í undanúrslitamótinu á leiðinni inn á leikana og loks vann hún sér inn fjórtán þúsund aukagreiðslu frá Reebok. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fjórða sæti í karlakeppninni, hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Hann fékk alls 64 þúsund Bandaríkjadali fyrir heimsleikana í ár eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem varð tíunda, fékk 28 þúsund dali í samanlagt verðlaunafé (3,5 milljónir) og Þuríður Erla Helgadóttir, sem varð þrettánda, fékk sextán þúsund dali eða tvær milljónir. Heimsmeistararnir fengu náttúrulega mest og enginn fékk meira en hin ástralska Tia-Clair Toomey sem var að vinna heimsleikana fimmta árið í röð hjá konunum. Toomey fékk samtals rúmlega 362 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé sem gerir um 45,8 milljónir í íslenskum krónum. Sigurvegarinn hjá körlunum, Justin Medeiros frá Bandaríkjunum, fékk alls 323 þúsund dali í verðlaunafé sem gerir um 40,8 milljónir í íslenskum krónum. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Keppendur gátu náð sér í pening fyrir það að ná ákveðnu sæti en einnig voru aðrar bónusgreiðslur fyrir árangur í hverri grein sem og aukagreiðsla frá Reebook fyrir þá keppendur sem voru á samningi þar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist náði bestum árangri íslensku keppendanna á móti og fékk samtals 105 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða um 13,2 milljónir í íslenskum krónum. Anníe fékk 80 þúsund dali fyrir þriðja sætið og þrjú þúsund dali að auki í bónusgreiðslur fyrir árangur í einstökum greinum á heimsleikunum. Þá fékk hún fimm þúsund fyrir árangur sinn í undanúrslitamótinu á leiðinni inn á leikana og loks vann hún sér inn fjórtán þúsund aukagreiðslu frá Reebok. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fjórða sæti í karlakeppninni, hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Hann fékk alls 64 þúsund Bandaríkjadali fyrir heimsleikana í ár eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem varð tíunda, fékk 28 þúsund dali í samanlagt verðlaunafé (3,5 milljónir) og Þuríður Erla Helgadóttir, sem varð þrettánda, fékk sextán þúsund dali eða tvær milljónir. Heimsmeistararnir fengu náttúrulega mest og enginn fékk meira en hin ástralska Tia-Clair Toomey sem var að vinna heimsleikana fimmta árið í röð hjá konunum. Toomey fékk samtals rúmlega 362 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé sem gerir um 45,8 milljónir í íslenskum krónum. Sigurvegarinn hjá körlunum, Justin Medeiros frá Bandaríkjunum, fékk alls 323 þúsund dali í verðlaunafé sem gerir um 40,8 milljónir í íslenskum krónum.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira