Telur hóp drengja hafa kastað ketti fyrir bíl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 10:36 Atvikið átti sér stað á Nýbýlavegi, milli Ástúns og Lundabrekku. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem hópur unglingspilta hafi tekið sig til og kastað ketti fyrir bíl á Nýbýlavegi seint í gærkvöldi. Kristinn Ólafur Smárason lýsir atvikinu í Facebook-hópnum Íbúar Digranesi og tilkynnti það til lögreglu. „Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn. Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn.
Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira