Atvinnuþáttaka 16 til 74 ára var 80,2 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár.
Aukningin nemur 2,3 prósentum á milli ára.
Hlutfall starfandi kvenna á áðurnefndu aldursbili var 69,5 prósent og starfandi karla 78,0 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall starfandi fólks 74,8 prósent og utan höfuðborgarsvæðis 72,3 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs.
Hagstofan segir að túlka megi þessar niðurstöður sem vísbendingu um að íslenskur vinnumarkaður sé að rétta úr kútnum eftir niðursveifluna vegna Covid-19.