Virði bréfanna hefur nú hækkað um 55,1 prósent frá því að hlutafjárútboð bankans fór fram í júní. Þá var útboðsgengið 79 krónur á hlut.
Miklar hækkanir hafa verið á bréfum í Íslandsbanka en einungis átta dögum eftir útboðið hafði virði þeirra hækkað um 37 prósent frá útboðsgengi. Markaðsvirði Íslandsbanka er nú komið í 245 milljarða króna.
Meirihluti félaga í Kauphöllinni hækkuðu í viðskiptum dagsins en næst á eftir Íslandsbanka komu fasteignafélögin Reginn með 3,37 prósent hækkun og Reitir með 2,60 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,64 prósent.