Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. ágúst 2021 00:02 Sókn talibana heldur áfram. Þeir ráða nú yfir tveimur af þremur stærstu borgum landsins. EPA/JALIL REZAYEE Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47
Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01