Innlent

Líkir gjörgæslunni við of lítinn björgunarbát

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tómas Guðbjartsson læknir er ómyrkur í máli varðandi stöðuna á gjörgæslunni.
Tómas Guðbjartsson læknir er ómyrkur í máli varðandi stöðuna á gjörgæslunni.

Gjörgæslan er björgunarbátur þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 og á Íslandi er hann of lítill. „Að sleppa veirunni lausri án takmarkana væri álíka ábyrgðarlaust og bjóða fólki um borð í skip með alltof fáa björgunarbáta.“

Þetta segir Tómas Guðbjartsson læknir í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi.

Þar segir hann að Íslandi búi að fæstum gjörgæsluplássum Norðurlandanna, sé horft til höfðatölu. Í fyrri bylgjum hafi tekist að afstýra strandi og með þá reynslu í farteskinu hefði átt að bæta í gjörgæslumeðferð hérlendis, öllum sjúklingum til heilla.

„Í staðinn fékk spítalinn áminningu um að halda sjó í sparnaði - sem þýddi að rifa varð seglin. Enn þarf starfsfólk á Covid-stofum gjörgæslunnar að skipta um hlífðarföt á ganginum, líka þeir fjölmörgu sem kallaðir hafa verið úr sumarfríi til að standa vaktina. Fyrir þeim er allt tal um skort á framleiðni og auknar stafrænar áherslur móðgun. Á meðan siglir fley íslenskrar heilbrigisþjónustu í átt að kosningum - en eftir þær lagast jú allt!“


Tengdar fréttir

Taka þurfi mark á á­bendingum varðandi spítalann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×