Tvöföld hjátrú fylgir föstudeginum þrettánda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 22:13 Fólk tekur föstudeginum þrettánda misalvarlega. Hér má sjá mynd í tengslum við sérstaka hryllingsgöngu sem haldin var í Sankti Pétursborg föstudaginn 13. september árið 2019 Getty/Olga Maltseva Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur. „Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“ Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“
Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira