Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni kemur fram að búast megi við norðvestan golu eða kalda víðast hvar um landið, 5-10 metrum á sekúndu.
Á norðaustanverðu landinu er skýjað og jafnvel má búast við vætu, en það er bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 22 stig en langhlýjast er á Suður- og Suðausturlandi.
Svipaður hiti á morgun og útlit fyrir vestlæga golu. Skýjað vestantil á landinu og einhver súldarvottur af og til. Á austanverðu landinu verður yfirleitt bjart, en sums staðar þokubakkar á sveimi við ströndina. Hiti 12 til 20 stig á morgun og áfram hlýjast á Suðausturlandi.