18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2021 08:57 Ljósm: Bryndís Magnúsdóttir Veiðin er farin að róast í Veiðivötnum og það styttist í að tímabilinu ljúki þar og verður þá alveg ágætu sumri lokið í vötnunum. Heildartalan er líkleg til að fara yfir 20.000 fiska og það yrði þá nokkuð svipað og sum undanfarin ár. Sem dæmi veiddust 17.570 fiskar 2020, 20.393 fiskar árið 2019 og 20.593 fiskar árið 2018. Þetta er talan sem er veidd áður en netaveiðin bætist við en hún er allnokkur. 4.650 fiskar hafa veiðst í Snjóölduvatni sem er aflahæst vatnanna. Í öðru sæti er svo Litlisjór en þar hafa veiðst 4.162 fiskar og svo er Nýjavatn í þriðja sæti með 2.091 fiska. Í Snjóölduvatni og Nýjavatni er langmest af fisknum í þessum veiðitölum bleikja á meðan aðeins veiðist urriði í Litlasjó. Meðalþyngdin úr Litlasjó er líka ágæt eða 2.24 pund en hæst meðalþyngd úr vötnunum er í Ónefndavatni 2,52 pund en þar hafa aðeins veiðst 112 fiskar. Það er reglulega gaman að skoða veiðitölur úr Veiðivötnum enda er haldið vel utan um að allur afli sé skráður. Þeir sem hafa gaman af því að rýna í tölur ættu að skoðam þær á www.veidivotn.is Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Heildartalan er líkleg til að fara yfir 20.000 fiska og það yrði þá nokkuð svipað og sum undanfarin ár. Sem dæmi veiddust 17.570 fiskar 2020, 20.393 fiskar árið 2019 og 20.593 fiskar árið 2018. Þetta er talan sem er veidd áður en netaveiðin bætist við en hún er allnokkur. 4.650 fiskar hafa veiðst í Snjóölduvatni sem er aflahæst vatnanna. Í öðru sæti er svo Litlisjór en þar hafa veiðst 4.162 fiskar og svo er Nýjavatn í þriðja sæti með 2.091 fiska. Í Snjóölduvatni og Nýjavatni er langmest af fisknum í þessum veiðitölum bleikja á meðan aðeins veiðist urriði í Litlasjó. Meðalþyngdin úr Litlasjó er líka ágæt eða 2.24 pund en hæst meðalþyngd úr vötnunum er í Ónefndavatni 2,52 pund en þar hafa aðeins veiðst 112 fiskar. Það er reglulega gaman að skoða veiðitölur úr Veiðivötnum enda er haldið vel utan um að allur afli sé skráður. Þeir sem hafa gaman af því að rýna í tölur ættu að skoðam þær á www.veidivotn.is
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði