Nálgast Kabúl óðfluga Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2021 14:03 Meðlimir Talíbana standa vörð í borginni Kunduz í norður Afganistan. Vísir/AP Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Afganistan Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.
Afganistan Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira