Fyrir leikinn voru liðin í ansi ólíkri stöðu. AIK í fallsæti með einungis 9 stig úr tólf leikjum en Kristianstad sat í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig.
Það voru heimakonur í AIK sem komust yfir á 37. mínútu með marki frá Rosa Kafaji. Sú forysta stóð einungis í 5 mínútur en þá jafnaði Amanda Edgren fyrir Kristianstad. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var svo stál í stál og náði hvorugt liðið að skora það sem eftir lifði leiks. 1-1 niðurstaðan og bæði lið eiga eflaust erfitt með að kyngja því.
Matchen är slut! 1-1 blir slutresultatet vilket innebär en poäng till vardera lag. Nästkommande match spelas mot Djurgårdens IF lördagen den 21 augusti. Tack för idag, AIK!
— AIK Fotboll Dam (@AIKFotbollDam) August 14, 2021
90+4 | AIKKDFF | 1 1 pic.twitter.com/T17XJ7VO51