Innlent

Þungbúinn dagur

Snorri Másson skrifar
Víðast hvar skýjað í dag
Víðast hvar skýjað í dag Vísir/Vilhelm

Það er útlit fyrir þungbúinn dag með smásúld af og til á vestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Lítt sést til sólar í dag ef marka má spár nema ef vera skyldi á Norðausturlandi og Suðausturlandi, þar sem gæti orðið þokkalega bjart.

Það er rólegur vindur, vestlæg eða breytileg átt 5-10 metrar á sekúndu, og hiti 9 til 14 stig. Á Norðaustur- og Suðausturlandi getur hitinn þó farið að 20 stigum.

Á morgun er áfram gert ráð fyrir rólegum vindi. Víða léttskýjað inn til landsins og hiti getur farið yfir 20 stig í sólinni. Skýjað með köflum við ströndina og sums staðar þokuloft og þá mun svalara í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×