Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 09:01 Lengi var deilt um sóttvarnareglur þegar samkvæmi var leyst upp í Þingeyjarsveit um helgina. Aðsend mynd Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. Að sögn viðstaddra sagði lögreglan þegar hún gaf fyrirmælin að þetta væri gert vegna þess að starfsemi skemmtistaða og kráa „og þess háttar“ mætti aðeins standa til miðnættis á kvöldin. Ekki fengu gestirnir sem mótmæltu aðgerðinni annað séð en að aðeins væri kveðið á um veitingastaði, skemmtistaði og krár inni á upplýsingasíðu stjórnvalda, en ekkert „og þess háttar“ og að félagsheimili gæti því vart fallið þar undir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í umdæminu upplýsir hins vegar í samtali við Vísi að félagsheimilið hafi veitingaleyfi og að af þeim sökum hafi lögreglu borið að framfylgja reglunum. Partíið búið á miðnætti. Einn veislugesta, Ari Óskar Víkingsson, segir við Vísi að lögreglan hafi sagt orðrétt að ef hópurinn vildi halda partíinu gangandi þyrfti hann að færa það í heimahús – þá gæti lögreglan ekki stöðvað þau. „Er ekki grundvallarástæðan fyrir þessu að forðast smithættu? Hvernig væri hún ekki meiri ef við værum öll 60 í heimahúsi?“ spyr Ari. Helst snýr gagnrýni Ara að því að lögreglan vísaði ekki til þess á staðnum að ástæðan væri veitingaleyfi staðarins, heldur til annarra óskýrari þátta. Af þeim sökum áttu gestirnir erfitt með að taka fyrirmælin alvarlega. Þrír lögreglubílar mættu á staðinn til að stöðva um 60 manna afmælisveislu.Aðsend mynd Veitingaleyfið skiptir öllu Félagsheimilið Ljósvetningabúð er með veitingaleyfi í flokki II., til umfangslítilla áfengisveitinga. Húsið var þó ekki að bjóða upp á neinar veitingar heldur sáu gestirnir um það sjálfir, sem höfðu leigt út félagsheimilið. Félagsheimilið Ljósvetningabúð reyndist hafa veitingaleyfi í flokki II. hjá sýslumanni.Þingeyjarsveit Leyfið eitt og sér er þó nóg til að lögregla telji sér skylt að koma í veg fyrir gleðskap þar eftir miðnætti. „Það skiptir engu máli, það er alltaf farið eftir leyfi staðarins, þeim leyfum sem eru í gildi á hverjum stað. Þannig er reglugerðin bara orðuð,“ segir Páley. Í gildandi reglugerð segir: „Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, svo sem veitingahús, kaffihús, krár og skemmtistaðir, spilasalir og spilakassar skulu ekki hafa opið lengur en til kl. 23.00 alla daga vikunnar.“ Þar er ekki vikið að félagsheimilum, en eru þau þó ekki undanskilin. Veitingaleyfi Ljósvetningabúðar virðist þó vera í vissri vanhirðu, því þegar Vísir hafði samband við umsjónarmann heimilisins svaraði hann því neitandi að staðurinn hefði veitingaleyfi. Honum virðist því ekki hafa verið kunnugt um veitingaleyfið sem sveitarfélagið hefur þó hjá sýslumanni. Heimili og félagsheimili Páley segir að það hafi verið flókið alveg frá því í fyrra að koma í veg fyrir fjölmennar samkomur á stöðum sem ekki hafa veitingaleyfi. „Það sem er búið að vera flókið hjá okkur frá því í fyrra eru staðirnir sem eru ekki með nein leyfi. Það eru hlöðurnar og veiðarfærahúsin og allt þetta, þangað sem fólk hefur verið að færa einkasamkomur til að losna við þetta,“ segir Páley. „Við erum líka alveg með staði bara eins og heimili, þar sem þú getur bara boðið í afmæli. Þá gildir bara 200 manna samkomutakmörkun þar. Það er sama með alla svona einkastaði þar sem ekki er veitingaleyfi,“ bætir lögreglustjórinn við. Úr veislugest í næturgest Ari Óskar Víkingsson gagnrýnir að lögreglan leysi upp samkvæmi án þess að skýrt sé hvers vegna.Aðsend mynd Þegar lögreglan leysti upp samkvæmið á laugardaginn voru góð ráð dýr fyrir þá sem höfðu haft hug á að gista í félagsheimilinu að loknum gleðskapnum. Í lagalegum skilningi þurftu þeir í rauninni að bregða sér skyndilega úr hlutverki veislugesta og í hlutverk óbreyttra næturgesta, enda var veislan þá orðin óheimil. Að sögn Ara Óskars fór lögreglan, sem þegar hafði verið stödd í félagsheimilinu drjúga stund, á þessum tímapunkti að hlutast til um fjölda þeirra sem mátti gista nú þegar samkvæminu var lokið. „Hún ætlaði að leyfa okkur að vera þarna 20 vegna þess að það var tala sem hafði verið nefnd í samtali við umsjónarmann félagsheimilisins. En af hverju máttum við bara vera 20 eftir þá en ekki fleiri?“ spyr Ari. Lögreglan hafi staðið föst á að aðeins 20 mættu gista og að lokum hafi farið svo að um tíu manns gistu í félagsheimilinu. Aðrir komu sér heim með einum eða öðrum hætti, en það var ekki hlaupið að því að fá sæti í bíl eftir að flestir höfðu verið við skál. Klippa: Deilt við löggu Augljóslega ekki nógu skýrt „Við hefðum aldrei gagnrýnt þessa ákvörðun svona harkalega ef lögreglan hefði bara strax bent á að þetta væri vegna veitingaleyfisins. Hún gerði það ekki heldur vísaði bara til einhvers sem lögfræðingur sem hún var með í símanum var að segja. Svo endurtók hún þetta með veitingastaði „og þess háttar,“ segir Ari. Umsjónarmaður félagsheimilisins hafi fyrr um daginn haft samband við lögreglu og svo gefið leigjendunum þær upplýsingar að hægt væri að fagna óáreitt fram á nótt án þess að brjóta sóttvarnareglur. „Grundvallaratriðið er þá að þessar reglur eru augljóslega ekki nógu skýrar ef bæði umsjónarmaðurinn og ábyrgðarmenn veislunnar töldu að við gætum verið þarna fram á nótt, en svo koma lögregluþjónar á staðinn og segja þá eitthvað annað en varðstjóri hjá lögreglunni hafði sagt við umsjónarmann fyrr um daginn. Það hefði ekki verið neitt mál að hætta við þetta fyrr en þarna sátum við bara í súpunni,“ segir Ari. Þingeyjarsveit Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Að sögn viðstaddra sagði lögreglan þegar hún gaf fyrirmælin að þetta væri gert vegna þess að starfsemi skemmtistaða og kráa „og þess háttar“ mætti aðeins standa til miðnættis á kvöldin. Ekki fengu gestirnir sem mótmæltu aðgerðinni annað séð en að aðeins væri kveðið á um veitingastaði, skemmtistaði og krár inni á upplýsingasíðu stjórnvalda, en ekkert „og þess háttar“ og að félagsheimili gæti því vart fallið þar undir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í umdæminu upplýsir hins vegar í samtali við Vísi að félagsheimilið hafi veitingaleyfi og að af þeim sökum hafi lögreglu borið að framfylgja reglunum. Partíið búið á miðnætti. Einn veislugesta, Ari Óskar Víkingsson, segir við Vísi að lögreglan hafi sagt orðrétt að ef hópurinn vildi halda partíinu gangandi þyrfti hann að færa það í heimahús – þá gæti lögreglan ekki stöðvað þau. „Er ekki grundvallarástæðan fyrir þessu að forðast smithættu? Hvernig væri hún ekki meiri ef við værum öll 60 í heimahúsi?“ spyr Ari. Helst snýr gagnrýni Ara að því að lögreglan vísaði ekki til þess á staðnum að ástæðan væri veitingaleyfi staðarins, heldur til annarra óskýrari þátta. Af þeim sökum áttu gestirnir erfitt með að taka fyrirmælin alvarlega. Þrír lögreglubílar mættu á staðinn til að stöðva um 60 manna afmælisveislu.Aðsend mynd Veitingaleyfið skiptir öllu Félagsheimilið Ljósvetningabúð er með veitingaleyfi í flokki II., til umfangslítilla áfengisveitinga. Húsið var þó ekki að bjóða upp á neinar veitingar heldur sáu gestirnir um það sjálfir, sem höfðu leigt út félagsheimilið. Félagsheimilið Ljósvetningabúð reyndist hafa veitingaleyfi í flokki II. hjá sýslumanni.Þingeyjarsveit Leyfið eitt og sér er þó nóg til að lögregla telji sér skylt að koma í veg fyrir gleðskap þar eftir miðnætti. „Það skiptir engu máli, það er alltaf farið eftir leyfi staðarins, þeim leyfum sem eru í gildi á hverjum stað. Þannig er reglugerðin bara orðuð,“ segir Páley. Í gildandi reglugerð segir: „Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, svo sem veitingahús, kaffihús, krár og skemmtistaðir, spilasalir og spilakassar skulu ekki hafa opið lengur en til kl. 23.00 alla daga vikunnar.“ Þar er ekki vikið að félagsheimilum, en eru þau þó ekki undanskilin. Veitingaleyfi Ljósvetningabúðar virðist þó vera í vissri vanhirðu, því þegar Vísir hafði samband við umsjónarmann heimilisins svaraði hann því neitandi að staðurinn hefði veitingaleyfi. Honum virðist því ekki hafa verið kunnugt um veitingaleyfið sem sveitarfélagið hefur þó hjá sýslumanni. Heimili og félagsheimili Páley segir að það hafi verið flókið alveg frá því í fyrra að koma í veg fyrir fjölmennar samkomur á stöðum sem ekki hafa veitingaleyfi. „Það sem er búið að vera flókið hjá okkur frá því í fyrra eru staðirnir sem eru ekki með nein leyfi. Það eru hlöðurnar og veiðarfærahúsin og allt þetta, þangað sem fólk hefur verið að færa einkasamkomur til að losna við þetta,“ segir Páley. „Við erum líka alveg með staði bara eins og heimili, þar sem þú getur bara boðið í afmæli. Þá gildir bara 200 manna samkomutakmörkun þar. Það er sama með alla svona einkastaði þar sem ekki er veitingaleyfi,“ bætir lögreglustjórinn við. Úr veislugest í næturgest Ari Óskar Víkingsson gagnrýnir að lögreglan leysi upp samkvæmi án þess að skýrt sé hvers vegna.Aðsend mynd Þegar lögreglan leysti upp samkvæmið á laugardaginn voru góð ráð dýr fyrir þá sem höfðu haft hug á að gista í félagsheimilinu að loknum gleðskapnum. Í lagalegum skilningi þurftu þeir í rauninni að bregða sér skyndilega úr hlutverki veislugesta og í hlutverk óbreyttra næturgesta, enda var veislan þá orðin óheimil. Að sögn Ara Óskars fór lögreglan, sem þegar hafði verið stödd í félagsheimilinu drjúga stund, á þessum tímapunkti að hlutast til um fjölda þeirra sem mátti gista nú þegar samkvæminu var lokið. „Hún ætlaði að leyfa okkur að vera þarna 20 vegna þess að það var tala sem hafði verið nefnd í samtali við umsjónarmann félagsheimilisins. En af hverju máttum við bara vera 20 eftir þá en ekki fleiri?“ spyr Ari. Lögreglan hafi staðið föst á að aðeins 20 mættu gista og að lokum hafi farið svo að um tíu manns gistu í félagsheimilinu. Aðrir komu sér heim með einum eða öðrum hætti, en það var ekki hlaupið að því að fá sæti í bíl eftir að flestir höfðu verið við skál. Klippa: Deilt við löggu Augljóslega ekki nógu skýrt „Við hefðum aldrei gagnrýnt þessa ákvörðun svona harkalega ef lögreglan hefði bara strax bent á að þetta væri vegna veitingaleyfisins. Hún gerði það ekki heldur vísaði bara til einhvers sem lögfræðingur sem hún var með í símanum var að segja. Svo endurtók hún þetta með veitingastaði „og þess háttar,“ segir Ari. Umsjónarmaður félagsheimilisins hafi fyrr um daginn haft samband við lögreglu og svo gefið leigjendunum þær upplýsingar að hægt væri að fagna óáreitt fram á nótt án þess að brjóta sóttvarnareglur. „Grundvallaratriðið er þá að þessar reglur eru augljóslega ekki nógu skýrar ef bæði umsjónarmaðurinn og ábyrgðarmenn veislunnar töldu að við gætum verið þarna fram á nótt, en svo koma lögregluþjónar á staðinn og segja þá eitthvað annað en varðstjóri hjá lögreglunni hafði sagt við umsjónarmann fyrr um daginn. Það hefði ekki verið neitt mál að hætta við þetta fyrr en þarna sátum við bara í súpunni,“ segir Ari.
Þingeyjarsveit Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira