Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 18:35 Talibanar hafa tekið yfir Kabúl, þar sem þessi mynd var tekin í dag. AP/Rahmat Gul Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu eru í samskiptum við fólkið og aðstoða það eftir föngum við að komast úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þar segir að annars vegar sé um að ræða tvo íslenska ríkisborgara sem sinna störfum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Unnið sé að því að flytja þá á brott með öðru liði Atlantshafsbandalagsins í landinu. Hins vegar sé um að ræða hjón og börn þeirra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins eigi í samskiptum við aðrar borgaraþjónustur á Norðurlöndum um möguleika á að fjölskyldan komist úr landi ásamt öðrum norrænum borgurum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að utanríkisþjónustan sé í beinum samskiptum við alla þessa aðila, fylgist grannt með framvindu mála í Afganistan. Aðstoð sé veitt eins og kostur er. Utanríkisþjónustan er í beinum samskiptum við alla þessa aðila, fylgist grannt með framvindunni og veitir aðstoð eins og kostur er. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Talibanar tóku höfuðborgina Kabúl í gær fljótlega eftir að Ashraf Ghani, forseti landsins, flúði land. Íslömsku öfgamennirnir hafa náð nær öllum völdum í landinu á innan við viku, á sama tíma og bandarískt og alþjóðlegt herlið hefur verið að kalla lið sitt frá landinu. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Afganistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu eru í samskiptum við fólkið og aðstoða það eftir föngum við að komast úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þar segir að annars vegar sé um að ræða tvo íslenska ríkisborgara sem sinna störfum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Unnið sé að því að flytja þá á brott með öðru liði Atlantshafsbandalagsins í landinu. Hins vegar sé um að ræða hjón og börn þeirra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins eigi í samskiptum við aðrar borgaraþjónustur á Norðurlöndum um möguleika á að fjölskyldan komist úr landi ásamt öðrum norrænum borgurum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að utanríkisþjónustan sé í beinum samskiptum við alla þessa aðila, fylgist grannt með framvindu mála í Afganistan. Aðstoð sé veitt eins og kostur er. Utanríkisþjónustan er í beinum samskiptum við alla þessa aðila, fylgist grannt með framvindunni og veitir aðstoð eins og kostur er. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Talibanar tóku höfuðborgina Kabúl í gær fljótlega eftir að Ashraf Ghani, forseti landsins, flúði land. Íslömsku öfgamennirnir hafa náð nær öllum völdum í landinu á innan við viku, á sama tíma og bandarískt og alþjóðlegt herlið hefur verið að kalla lið sitt frá landinu. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land.
Afganistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01
Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41
Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34