Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2021 21:54 Rúnar Kristinsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld og KR getur enn náð Evrópusæti ef að úrslit falla með liðinu á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét „Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld. Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira