Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur Árni Konráð Árnason skrifar 16. ágúst 2021 22:45 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum. Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sjá meira
Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sjá meira