Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur Árni Konráð Árnason skrifar 16. ágúst 2021 22:45 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum. Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira