Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur Árni Konráð Árnason skrifar 16. ágúst 2021 22:45 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum. Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira