Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í öðru sæti á heimslistanum. AP/Patrick Semansky Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti. Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti.
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira