Skortur hrellir drykkjarvöruframleiðendur Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 14:53 Það er fátt sem farsóttin lætur ósnert. Samsett Alþjóðlegur skortur á áldósum hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að nálgast ákveðnar drykkjarvörur í verslunum. Staðan hefur haft áhrif á framleiðendur víða um heim og ekki síst á Ölgerðina og Coca-Cola European Partners á Íslandi, risana tvo á innlendum drykkjarvörumarkaði. Bæði fyrirtækin hafa þurft að hækka verð í sumar til að bregðast við auknum framleiðslukostnaði. Eins og oft áður má rekja aðfangaskortinn að einhverjum hluta til heimsfaraldursins sem hefur raskað fjölda framleiðslugreina með því að ýta undir djúpar sveiflur í eftirspurn. Auka framboð á litlum plastflöskum „Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan. Covid hefur um margra mánaða skeið haft þau áhrif að veitinga- og skemmtistaðir hafa lokað og það hefur leitt til þess að neysla á drykkjum hefur í vaxandi mæli færst yfir í dósir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar í skriflegu svari. Ölgerðin, sem framleiðir meðal annars vörur undir merkjum Pepsi og Kristals, hefur til að mynda brugðist við þessu með því að auka framboð á litlum 33cl plastflöskum. Vegna dósaskortsins hafa ákveðnar vörur verið ófáanlegar í dósum í takmarkaðan tíma, þar á meðal Kristall Mexican Lime og Guinness-bjór. Ætti að duga fram að áramótum Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur ekki síður fundið fyrir þrengingum á þessum markaði. „Það er orðið dýrara og erfiðara að fá dósir. Við erum í ágætismálum eins og er en við vitum ekki hvernig þetta mun þróast inn í næsta ár,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Miðað við söluáætlanir þá ætti þetta nokkurn veginn að ganga upp hjá okkur fram að áramótum en við heyrum að þetta verði svona eitthvað áfram. Þetta er ekki eitthvað sem leysist á þessu ári,“ bætir Stefán við. Gunnar hjá Ölgerðinni, tekur undir þetta og segir að framtíðin sé óljós hvað þetta varðar. Fyrirtækið vonast þó til að ástandið lagist hið fyrsta. Álverðshækkanir sett strik í reikninginn Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli síðastliðið ár en það tók mikla dýfu snemma í faraldrinum. Það fór lægst í 1.461 Bandaríkjadali á tonnið í maí en er nú komið yfir 2.600 dali. Það hefur ekki verið hærra frá árinu 2011. Þetta helst í hendur við að framleiðslukostnaður á drykkjarvörum í dósum fer hækkandi. „Ölgerðin hækkaði verð á nokkrum vörunúmerum í sumarbyrjun, en fyrirtækið hefur gert allt til að halda aftur af hækkunum sem verða ytra,“ segir Gunnar. Stefán segir að þróunin hafi meðal annars leitt til þess að Coca-Cola á Íslandi hafi þurft að hækka verð á drykkjum í dósum hlutfallsega meira en aðrar vörur. Dósir sem eru seldar hér á landi undir vörumerkjum Coca-Cola, á borð við Coke, Fanta og Sprite, eru fluttar inn frá Svíþjóð en fyrirtækið framleiðir dósabjór merktan Víking, Einstök og Thule í bruggsmiðju sinni á Akureyri. Drykkir Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08 Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Staðan hefur haft áhrif á framleiðendur víða um heim og ekki síst á Ölgerðina og Coca-Cola European Partners á Íslandi, risana tvo á innlendum drykkjarvörumarkaði. Bæði fyrirtækin hafa þurft að hækka verð í sumar til að bregðast við auknum framleiðslukostnaði. Eins og oft áður má rekja aðfangaskortinn að einhverjum hluta til heimsfaraldursins sem hefur raskað fjölda framleiðslugreina með því að ýta undir djúpar sveiflur í eftirspurn. Auka framboð á litlum plastflöskum „Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan. Covid hefur um margra mánaða skeið haft þau áhrif að veitinga- og skemmtistaðir hafa lokað og það hefur leitt til þess að neysla á drykkjum hefur í vaxandi mæli færst yfir í dósir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar í skriflegu svari. Ölgerðin, sem framleiðir meðal annars vörur undir merkjum Pepsi og Kristals, hefur til að mynda brugðist við þessu með því að auka framboð á litlum 33cl plastflöskum. Vegna dósaskortsins hafa ákveðnar vörur verið ófáanlegar í dósum í takmarkaðan tíma, þar á meðal Kristall Mexican Lime og Guinness-bjór. Ætti að duga fram að áramótum Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur ekki síður fundið fyrir þrengingum á þessum markaði. „Það er orðið dýrara og erfiðara að fá dósir. Við erum í ágætismálum eins og er en við vitum ekki hvernig þetta mun þróast inn í næsta ár,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Miðað við söluáætlanir þá ætti þetta nokkurn veginn að ganga upp hjá okkur fram að áramótum en við heyrum að þetta verði svona eitthvað áfram. Þetta er ekki eitthvað sem leysist á þessu ári,“ bætir Stefán við. Gunnar hjá Ölgerðinni, tekur undir þetta og segir að framtíðin sé óljós hvað þetta varðar. Fyrirtækið vonast þó til að ástandið lagist hið fyrsta. Álverðshækkanir sett strik í reikninginn Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli síðastliðið ár en það tók mikla dýfu snemma í faraldrinum. Það fór lægst í 1.461 Bandaríkjadali á tonnið í maí en er nú komið yfir 2.600 dali. Það hefur ekki verið hærra frá árinu 2011. Þetta helst í hendur við að framleiðslukostnaður á drykkjarvörum í dósum fer hækkandi. „Ölgerðin hækkaði verð á nokkrum vörunúmerum í sumarbyrjun, en fyrirtækið hefur gert allt til að halda aftur af hækkunum sem verða ytra,“ segir Gunnar. Stefán segir að þróunin hafi meðal annars leitt til þess að Coca-Cola á Íslandi hafi þurft að hækka verð á drykkjum í dósum hlutfallsega meira en aðrar vörur. Dósir sem eru seldar hér á landi undir vörumerkjum Coca-Cola, á borð við Coke, Fanta og Sprite, eru fluttar inn frá Svíþjóð en fyrirtækið framleiðir dósabjór merktan Víking, Einstök og Thule í bruggsmiðju sinni á Akureyri.
Drykkir Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08 Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08
Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20