Fækkun legurýma skýrist af betri tækni og þjónustu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2021 21:24 Svandís Svavarsdóttir rekur ástæður fyrir fækkun legurýma síðustu ár. vísir/Vilhelm Gunnarsson Heilbrigðisráðherra telur að fækkun legurýma á sjúkrahúsum landsins eigi sér eðlilegar skýringar. Aukin tækni í læknisþjónustu og betri göngudeildarþjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legurýmum, líkt og víða í heiminum og í nágrannalöndum okkar. Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira