Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:01 Svipurinn á Anníe Mist eftir að hún hafði klárað lyftuna var einstakur og sagði svo margt um það sem hún hafði sigrast á. Skjámynd/IG/crossfitgames Endurkoman hjá Anníe Mist Þórisdóttir í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims hefur vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og þar á meðal hjá Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni. Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira