Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar, segir að stefnt sé að því að nefndin skili tillögum um hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki fyrir helgi. Stöð 2/Arnar Halldórsson Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40