Mannfall í mótmælum gegn talibönum Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 14:18 Vopnaðir talibanar standa vörð í Kabúl. Leiðtogar þeirra hafa sagt að fyrrverandi stjórnarhermenn og konur hafi ekkert að óttast af þeirra hendi en margir trúa því rétt mátulega. AP/Rahmat Gul Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. Vitni segja Reuters-fréttastofunni að mótmælendur hafi verið drepnir þegar hópur fólks reyndi að draga þjóðfána Afganistans að húni á torgi í Jalalabad. AP-fréttastofan segir aftur á móti að einn sé látinn og sex særðir og hefur það eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni á svæðinu. Ttugir manna hafi safnast saman á torginu en á morgun er þjóðhátíðardagur Afganistans. Fólkið tók niður fána talibana sem hefur blakað þar frá því að þeir lögðu borgina undir sig. Myndbönd sýni liðsmenn talibana berja fólk með kylfum og skjóta upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Leiðtogar talibana hafa fram að þessu lagt sig í lima við að lofa friði og að þeir ætli að tryggja öryggi í Afganistan. Þeir muni ekki reyna að koma fram hefndum gegn óvinum sínum nú þegar þeir hafa tekið nær öll völd í landinu eftir að Ashraf Ghani forseti flúði land um helgina. Margir Afganar taka þeim loforðum þó með miklum fyrirvara. Í fyrri stjórnartíð sinni frá 1996 til 2001 framfylgdu þeir strangri túlkun á íslömskum lögum. Konum var bannað að vinna og að fara út úr húsi án karlkyns forráðamanns, stúlkur fengu ekki að mennta sig og meintum glæpamönnum var refsað með grimmilegum líkamlegum refsingum svo eitthvað sé nefnt. Í Kabúl hafa borist fregnir af því að vopnaðir menn gangi í hús og spyrji um Afgana sem unnu fyrir Bandaríkjaher eða fallna ríkisstjórn landsins. AP segir ekki ljóst hvort að mennirnir séu talibanar eða glæpamenn sem látast vera á vegum þeirra. Áfram örtröð við flugvöllinn í Kabúl Þúsundir Afgana hafa því reynt að flýja land í örvæntingu undanfarna daga. Vestræn ríki hafa nú flutt um 5.000 erindreka, liðsmenn öryggissveita, hjálparstarfsmenn og Afgani frá Kabúl síðasta sólarhringinn samkvæmt heimildum Reuters. Troðningur við flugvöllinn í Kabúl hélt áfram í dag og er talið að sautján manns hafi slasast í honum. Óbreyttum borgurum sem eru ekki með vegabréf eða ferðaheimild hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum. Liðsmenn talibana, sem nú stjórna höfuðborginni, eru sagðir kanna vegabréf fólks sem bíður eftir því að komast úr landi. Afganistan Tengdar fréttir Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18. ágúst 2021 11:57 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Vitni segja Reuters-fréttastofunni að mótmælendur hafi verið drepnir þegar hópur fólks reyndi að draga þjóðfána Afganistans að húni á torgi í Jalalabad. AP-fréttastofan segir aftur á móti að einn sé látinn og sex særðir og hefur það eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni á svæðinu. Ttugir manna hafi safnast saman á torginu en á morgun er þjóðhátíðardagur Afganistans. Fólkið tók niður fána talibana sem hefur blakað þar frá því að þeir lögðu borgina undir sig. Myndbönd sýni liðsmenn talibana berja fólk með kylfum og skjóta upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Leiðtogar talibana hafa fram að þessu lagt sig í lima við að lofa friði og að þeir ætli að tryggja öryggi í Afganistan. Þeir muni ekki reyna að koma fram hefndum gegn óvinum sínum nú þegar þeir hafa tekið nær öll völd í landinu eftir að Ashraf Ghani forseti flúði land um helgina. Margir Afganar taka þeim loforðum þó með miklum fyrirvara. Í fyrri stjórnartíð sinni frá 1996 til 2001 framfylgdu þeir strangri túlkun á íslömskum lögum. Konum var bannað að vinna og að fara út úr húsi án karlkyns forráðamanns, stúlkur fengu ekki að mennta sig og meintum glæpamönnum var refsað með grimmilegum líkamlegum refsingum svo eitthvað sé nefnt. Í Kabúl hafa borist fregnir af því að vopnaðir menn gangi í hús og spyrji um Afgana sem unnu fyrir Bandaríkjaher eða fallna ríkisstjórn landsins. AP segir ekki ljóst hvort að mennirnir séu talibanar eða glæpamenn sem látast vera á vegum þeirra. Áfram örtröð við flugvöllinn í Kabúl Þúsundir Afgana hafa því reynt að flýja land í örvæntingu undanfarna daga. Vestræn ríki hafa nú flutt um 5.000 erindreka, liðsmenn öryggissveita, hjálparstarfsmenn og Afgani frá Kabúl síðasta sólarhringinn samkvæmt heimildum Reuters. Troðningur við flugvöllinn í Kabúl hélt áfram í dag og er talið að sautján manns hafi slasast í honum. Óbreyttum borgurum sem eru ekki með vegabréf eða ferðaheimild hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum. Liðsmenn talibana, sem nú stjórna höfuðborginni, eru sagðir kanna vegabréf fólks sem bíður eftir því að komast úr landi.
Afganistan Tengdar fréttir Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18. ágúst 2021 11:57 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18. ágúst 2021 11:57
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent