Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 19:01 Nikolaj Hansen Vísir/Sigurjón Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er. Hansen fór meiddur af velli eftir hörkutæklingu Ásgeirs Eyþórssonar í 3-0 sigri Víkings á Fylki í Árbæ á mánudag. Hann segir meiðslin vera á réttri leið og að hann muni gera allt til að ná leiknum við Val á sunnudag. „Þau hafa skánað í dag en þetta er bara kapphlaup við tímann. Vonandi get ég spilað á sunnudaginn en það veltur á hvernig þessu vindur fram með ökklann.“ „Auðvitað mun ég gera allt sem ég get til að spila. Þetta er mitt gamla lið, ég vil spila gegn þeim og vinna þá. Þetta er líklega mikilvægasti leikur tímabilsins. Ef við vinnum þennan leik erum við hluti af titilbaráttunni en ef við töpum honum eru vonin líklega úti.“ Þakkar trausti Arnars og gæðum samherjanna mörkin Tímabilið hefur gengið vel hjá bæði Hansen og Víkingum. Sá danski hefur skorað 13 mörk í sumar, þremur meira en Sævar Atli Magnússon sem er næst markahæstur en Sævar er farinn úr deildinni til að spila með Lyngby í Danmörku. Þar á eftir eru Steven Lennon og Joey Gibbs með níu mörk. Þetta gerir Hansen eftir að hafa skorað aðeins eitt mark alla leiktíðina í fyrra. En hvað gerðist í millitíðinni? „Það er margt sem spilar þar inn í. Ég man að Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] sendi mér skilaboð strax í janúar þar sem hann vildi að ég yrði einn af lykilmönnum liðsins. Ég held að hlutirnir hafi breyst dálítið því ég átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég skoraði mitt fyrsta mark datt ég út úr liðinu fyrir næsta leik og svo framvegis,“ „Ég held að liðið hafi einnig hjálpað mér mikið, hvernig við spilum - ég er ekki leikmaður sem getur leikið á þrjá leikmenn og smellt boltanum í skeytin - ég þarf hjálp þeirra til að setja hlutina upp fyrir mig og liðsfélagar mínir hafa gert það mjög vel í ár.“ segir Hansen. Hann sagði í viðtali við Vísi í júní að það hefði einnig hjálpað að hann fór meiðslalaus í gegnum undirbúningstímabilið og hafi misst fjögur kíló á milli leiktíða. Sagði við Mikkelsen að hann myndi skora sjö til tíu mörk Hansen hefur farið fram úr því markmiði sem hann setti sér ásamt landa sínum Thomasi Mikkelsen fyrir mót.Vísir/Hulda Margrét Hansen segir að fyrir tímabilið hafi hann átt fund með landa sínum Thomasi Mikkelsen sem raðaði inn mörkum fyrir Breiðablik í þrjú ár áður en hann hélt heim til Danmerkur á dögunum. Þar setti hann markmiðið á að skora á bilinu sjö til tíu mörk í sumar en hefur þegar farið fram úr því markmiði. Aðspurður um hvort gott gengi hans fyrir framan markið í sumar hafi komið honum á óvart segir hann: „Já, það gerði það. Ég átti fund með Mikkelsen [fyrrum framherja Breiðabliks] fyrir tímabilið þar sem við fengum okkur hádegismat saman og við ræddum hversu mörg mörk við vildum skora. Ég sagði honum að ég vildi skora sjö til tíu mörk sem yrði virkilega gott tímabil fyrir mig. Eftir að ég komst í tíu mörk stefndi ég á tólf og ég hef alltaf ýtt því markmiði aðeins lengra. Næsta markmið er að skora 15 mörk og vonandi dugar það.“ Arnar besti þjálfarinn á Íslandi Hansen segir Arnar vera besta þjálfara landsins.Vísir/Hulda Margrét Hansen þakkar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir það traust sem hann hefur sýnt Dananum í sumar og það kristallist í áðurnefndu símtali í janúar. Hann segir Arnar hafa sannað sig sem besta þjálfara deildarinnar. „Það er virkilega gott að spila fyrir hann. Hann sýnir mér mikið traust og skilaboðin sem hann sendi í janúar sýnir hversu mikla trú hann hefur á mér. Leikstíllinn sýnir hversu góður hann er og hann er líkast til besti þjálfarinn á Íslandi,“ „Við spilum góðan fótbolta, erum traustir varnarlega og hann vill ekki að við séum svo varnarsinnaðir þannig að hann þurfti aðeins að vinna í sjálfum sér með það. En ég held að spilamennska okkar sé skemmtileg áhorfs.“ segir Hansen. Mikilvægasti leikur sumarsins á sunnudag Víkingur er sem stendur með 33 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur á eftir Val, og stigi á undan Breiðabliki sem á leik inni. Víkingur getur því jafnað Val að stigum með sigri á sunnudag og segir Hansen að Víkingar geti vel orðið meistarar í haust ef þeir ná góðum úrslitum um helgina. „Já, auðvitað getum við það. Við tökum bara einn leik í einu sem stendur og mikilvægasti leikurinn er á sunnudaginn. Ef við vinnum þá eru bara fjórir leikir eftir, ef við vinnum þá fjóra leiki held ég að við verðum meistarar, en við tökum einn leik í einu.“ segir Hansen. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Nikolaj Hansen Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Hansen fór meiddur af velli eftir hörkutæklingu Ásgeirs Eyþórssonar í 3-0 sigri Víkings á Fylki í Árbæ á mánudag. Hann segir meiðslin vera á réttri leið og að hann muni gera allt til að ná leiknum við Val á sunnudag. „Þau hafa skánað í dag en þetta er bara kapphlaup við tímann. Vonandi get ég spilað á sunnudaginn en það veltur á hvernig þessu vindur fram með ökklann.“ „Auðvitað mun ég gera allt sem ég get til að spila. Þetta er mitt gamla lið, ég vil spila gegn þeim og vinna þá. Þetta er líklega mikilvægasti leikur tímabilsins. Ef við vinnum þennan leik erum við hluti af titilbaráttunni en ef við töpum honum eru vonin líklega úti.“ Þakkar trausti Arnars og gæðum samherjanna mörkin Tímabilið hefur gengið vel hjá bæði Hansen og Víkingum. Sá danski hefur skorað 13 mörk í sumar, þremur meira en Sævar Atli Magnússon sem er næst markahæstur en Sævar er farinn úr deildinni til að spila með Lyngby í Danmörku. Þar á eftir eru Steven Lennon og Joey Gibbs með níu mörk. Þetta gerir Hansen eftir að hafa skorað aðeins eitt mark alla leiktíðina í fyrra. En hvað gerðist í millitíðinni? „Það er margt sem spilar þar inn í. Ég man að Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] sendi mér skilaboð strax í janúar þar sem hann vildi að ég yrði einn af lykilmönnum liðsins. Ég held að hlutirnir hafi breyst dálítið því ég átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég skoraði mitt fyrsta mark datt ég út úr liðinu fyrir næsta leik og svo framvegis,“ „Ég held að liðið hafi einnig hjálpað mér mikið, hvernig við spilum - ég er ekki leikmaður sem getur leikið á þrjá leikmenn og smellt boltanum í skeytin - ég þarf hjálp þeirra til að setja hlutina upp fyrir mig og liðsfélagar mínir hafa gert það mjög vel í ár.“ segir Hansen. Hann sagði í viðtali við Vísi í júní að það hefði einnig hjálpað að hann fór meiðslalaus í gegnum undirbúningstímabilið og hafi misst fjögur kíló á milli leiktíða. Sagði við Mikkelsen að hann myndi skora sjö til tíu mörk Hansen hefur farið fram úr því markmiði sem hann setti sér ásamt landa sínum Thomasi Mikkelsen fyrir mót.Vísir/Hulda Margrét Hansen segir að fyrir tímabilið hafi hann átt fund með landa sínum Thomasi Mikkelsen sem raðaði inn mörkum fyrir Breiðablik í þrjú ár áður en hann hélt heim til Danmerkur á dögunum. Þar setti hann markmiðið á að skora á bilinu sjö til tíu mörk í sumar en hefur þegar farið fram úr því markmiði. Aðspurður um hvort gott gengi hans fyrir framan markið í sumar hafi komið honum á óvart segir hann: „Já, það gerði það. Ég átti fund með Mikkelsen [fyrrum framherja Breiðabliks] fyrir tímabilið þar sem við fengum okkur hádegismat saman og við ræddum hversu mörg mörk við vildum skora. Ég sagði honum að ég vildi skora sjö til tíu mörk sem yrði virkilega gott tímabil fyrir mig. Eftir að ég komst í tíu mörk stefndi ég á tólf og ég hef alltaf ýtt því markmiði aðeins lengra. Næsta markmið er að skora 15 mörk og vonandi dugar það.“ Arnar besti þjálfarinn á Íslandi Hansen segir Arnar vera besta þjálfara landsins.Vísir/Hulda Margrét Hansen þakkar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir það traust sem hann hefur sýnt Dananum í sumar og það kristallist í áðurnefndu símtali í janúar. Hann segir Arnar hafa sannað sig sem besta þjálfara deildarinnar. „Það er virkilega gott að spila fyrir hann. Hann sýnir mér mikið traust og skilaboðin sem hann sendi í janúar sýnir hversu mikla trú hann hefur á mér. Leikstíllinn sýnir hversu góður hann er og hann er líkast til besti þjálfarinn á Íslandi,“ „Við spilum góðan fótbolta, erum traustir varnarlega og hann vill ekki að við séum svo varnarsinnaðir þannig að hann þurfti aðeins að vinna í sjálfum sér með það. En ég held að spilamennska okkar sé skemmtileg áhorfs.“ segir Hansen. Mikilvægasti leikur sumarsins á sunnudag Víkingur er sem stendur með 33 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur á eftir Val, og stigi á undan Breiðabliki sem á leik inni. Víkingur getur því jafnað Val að stigum með sigri á sunnudag og segir Hansen að Víkingar geti vel orðið meistarar í haust ef þeir ná góðum úrslitum um helgina. „Já, auðvitað getum við það. Við tökum bara einn leik í einu sem stendur og mikilvægasti leikurinn er á sunnudaginn. Ef við vinnum þá eru bara fjórir leikir eftir, ef við vinnum þá fjóra leiki held ég að við verðum meistarar, en við tökum einn leik í einu.“ segir Hansen. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Nikolaj Hansen
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira