Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:09 Alþjóðaheilbrigðismálastofnun fordæmir þjóðir sem byrjað hafa á eða stefna á að gefa örvunarskammt. Vísir/Vilhelm Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47
Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00
Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43