Vinicius Junior bjargaði stigi fyrir Madrídinga í sex marka leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 21:57 Vinicius Junior skoraði tvö mörk fyrir Madrídinga í kvöld. Aitor Alcalde/Getty Images Ítalinn Carlo Ancelotti er mættur til Real Madrid á nýjan leik. Karim Benzema skoraði tvö mörk í fyrsta leik Ancelotti við stjórnvölin, hvað gerir hann gegn Levante í kvöld? Walesverjinn Gareth Bale kom Madrídingum yfir eftir aðins fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Karim Benzema. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Roger jafnaði metin á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, og Jose Campana kom heimamönnum yfir rúmum tíu mínútum síðar. Vinicius Junior jafnaði metin fyrir gestina á 73. mínútu eftir stoðsndingu frá Casemiro, en Rober kom heimamönnum aftur yfir sex mínútum síðar. Madrídingar gáfust þó ekki upp og Vinicius jafnaði metin aftur þegar um fimm mínútur voru til leiksloka með öðru marki sínu. Þegar að tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma handlék Aitor, markvörður Levante, boltann fyrir utan teig þegar Vinicius var við það að sleppa í gegn og fékk að launum að líta beint rautt spjald. Gestirnir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn að lokamínútunum og niðurstaðan því 3-3 jafntefli. Real Madrid er því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins, en Levante er með tvö stig eftir tvö jafntefli. Fótbolti Spænski boltinn
Ítalinn Carlo Ancelotti er mættur til Real Madrid á nýjan leik. Karim Benzema skoraði tvö mörk í fyrsta leik Ancelotti við stjórnvölin, hvað gerir hann gegn Levante í kvöld? Walesverjinn Gareth Bale kom Madrídingum yfir eftir aðins fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Karim Benzema. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Roger jafnaði metin á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, og Jose Campana kom heimamönnum yfir rúmum tíu mínútum síðar. Vinicius Junior jafnaði metin fyrir gestina á 73. mínútu eftir stoðsndingu frá Casemiro, en Rober kom heimamönnum aftur yfir sex mínútum síðar. Madrídingar gáfust þó ekki upp og Vinicius jafnaði metin aftur þegar um fimm mínútur voru til leiksloka með öðru marki sínu. Þegar að tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma handlék Aitor, markvörður Levante, boltann fyrir utan teig þegar Vinicius var við það að sleppa í gegn og fékk að launum að líta beint rautt spjald. Gestirnir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn að lokamínútunum og niðurstaðan því 3-3 jafntefli. Real Madrid er því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins, en Levante er með tvö stig eftir tvö jafntefli.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti