„Afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 14:31 Guðni Valur Guðnason býr sig undir að þeyta kringlunni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var einn fjögurra keppenda Íslands á leikunum og enginn þeirra komst í gegnum undankeppni í sinni grein. Getty/Patrick Smith Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna þurfa að gera upp við sig hvernig áherslur eigi að vera í afreksíþróttastarfinu, svo sem hvort það sé forgangsverkefni að koma á fót miðlægri afreksíþróttamiðstöð og hversu umfangsmikil hún eigi að vera. Eftir afar rýra uppskeru aðeins fjögurra manna sveitar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó er líklega ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara í afreksíþróttamálum hér á landi. Í aðsendri grein á Vísi í vikunni kallaði Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í þessu sambandi eftir því að íslenskri afreksíþróttamiðstöð yrði komið á fót. Kjartan benti á að fyrir áratug síðan hefði verið samþykkt á þingi ÍSÍ að slík miðstöð yrði stofnuð, í anda Team Danmark í Danmörku og Olympiatoppen í Noregi. ÍBR og ÍSÍ hefðu leitt þá vinnu en ÍSÍ svo tekið við boltanum í lok árs 2015 og síðan hefði boltinn rúllað ansi rólega. Andri tekur undir það að málið hafi gengið hægt en segir vísi að afreksíþróttamiðstöð þó núna vera til staðar. Í afreksstefnu ÍSÍ segir um miðstöðina: „Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ er vettvangur íþróttamælinga og þjónustu við sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk. Í gegnum miðstöðina skal lögð áhersla á að auka íþróttamælingar í tengslum við afreksíþróttastarf og stuðla að bættum árangri og að fyrirbyggja meiðsli í tengslum við afreksíþróttir.“ Hvernig á að nýta peninginn? Andri segir að búið sé að auka við ýmis konar íþróttamælingar hjá sérsamböndum ÍSÍ og bendir á að þau eigi mörg í samstarfi við fagaðila á borð við Háskólann í Reykjavík í þessum efnum: „Við höfum hins vegar ekki burði til að koma á heildstæðri miðstöð eins og er í mörgum öðrum löndum, sem búa við allt aðrar forsendur. Það þarf að finna aðferð sem hentar Íslandi. Hér er rosalega mikil sérfræðiþekking til staðar. Til að mynda eru hér mjög hæfir sjúkraþjálfarar og læknar, og tæki og tól hér og þar,“ segir Andri. Greiða þurfi aðgengi að þessum sérfræðingum – það nýtist ekki síður en að safna þeim í eina miðstöð. Anton Sveinn McKee hefur búið í Bandaríkjunum og æft þar um árabil. Hér er hann á ferðinni í lauginni í Tókýó.EPA/VALDRIN XHEMAJ „Síðan getur maður velt fyrir sér hvernig á að nýta peninginn sem kemur inn í íþróttahreyfinguna. Það er ákall um þjóðarleikvanga í mjög mörgum íþróttagreinum. Það er ákall um að afreksíþróttafólk fái greiðslur til að geta lifað. Það er ákall um að ungt íþróttafólk þurfi ekki sjálft að safna fyrir landsliðsferðum. Hvar viljum við leggja áherslurnar?“ spyr Andri. Afreksstefna til umræðu á íþróttaþingi í haust „Það er fínt að fá umræðu og gagnrýni, og fínt að menn hugsi um hvað sé hægt að gera. En afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin, enda leggja margir mismunandi skilning í það hugtak. Það eru mikið fleiri þættir sem þarf að hugsa út í. Ef að við fengjum fjármuni frá ríkinu til að koma slíkri miðlægri miðstöð á fót í anda þess sem er til staðar hjá öðrum þjóðum þá er ég viss um að menn myndu spyrja; En hvað um þjóðarleikvangana, laun fyrir afreksíþróttafólkið, og fleira. Hvað er fremst í röðinni hjá okkur?“ Andri segir að íþróttahreyfingin verði að svara þessum spurningum og að í október sé fram undan íþróttaþing ÍSÍ þar sem að þessi mál verði rædd því þar sé Afreksstefna ÍSÍ til umræðu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Tengdar fréttir Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Eftir afar rýra uppskeru aðeins fjögurra manna sveitar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó er líklega ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara í afreksíþróttamálum hér á landi. Í aðsendri grein á Vísi í vikunni kallaði Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í þessu sambandi eftir því að íslenskri afreksíþróttamiðstöð yrði komið á fót. Kjartan benti á að fyrir áratug síðan hefði verið samþykkt á þingi ÍSÍ að slík miðstöð yrði stofnuð, í anda Team Danmark í Danmörku og Olympiatoppen í Noregi. ÍBR og ÍSÍ hefðu leitt þá vinnu en ÍSÍ svo tekið við boltanum í lok árs 2015 og síðan hefði boltinn rúllað ansi rólega. Andri tekur undir það að málið hafi gengið hægt en segir vísi að afreksíþróttamiðstöð þó núna vera til staðar. Í afreksstefnu ÍSÍ segir um miðstöðina: „Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ er vettvangur íþróttamælinga og þjónustu við sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk. Í gegnum miðstöðina skal lögð áhersla á að auka íþróttamælingar í tengslum við afreksíþróttastarf og stuðla að bættum árangri og að fyrirbyggja meiðsli í tengslum við afreksíþróttir.“ Hvernig á að nýta peninginn? Andri segir að búið sé að auka við ýmis konar íþróttamælingar hjá sérsamböndum ÍSÍ og bendir á að þau eigi mörg í samstarfi við fagaðila á borð við Háskólann í Reykjavík í þessum efnum: „Við höfum hins vegar ekki burði til að koma á heildstæðri miðstöð eins og er í mörgum öðrum löndum, sem búa við allt aðrar forsendur. Það þarf að finna aðferð sem hentar Íslandi. Hér er rosalega mikil sérfræðiþekking til staðar. Til að mynda eru hér mjög hæfir sjúkraþjálfarar og læknar, og tæki og tól hér og þar,“ segir Andri. Greiða þurfi aðgengi að þessum sérfræðingum – það nýtist ekki síður en að safna þeim í eina miðstöð. Anton Sveinn McKee hefur búið í Bandaríkjunum og æft þar um árabil. Hér er hann á ferðinni í lauginni í Tókýó.EPA/VALDRIN XHEMAJ „Síðan getur maður velt fyrir sér hvernig á að nýta peninginn sem kemur inn í íþróttahreyfinguna. Það er ákall um þjóðarleikvanga í mjög mörgum íþróttagreinum. Það er ákall um að afreksíþróttafólk fái greiðslur til að geta lifað. Það er ákall um að ungt íþróttafólk þurfi ekki sjálft að safna fyrir landsliðsferðum. Hvar viljum við leggja áherslurnar?“ spyr Andri. Afreksstefna til umræðu á íþróttaþingi í haust „Það er fínt að fá umræðu og gagnrýni, og fínt að menn hugsi um hvað sé hægt að gera. En afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin, enda leggja margir mismunandi skilning í það hugtak. Það eru mikið fleiri þættir sem þarf að hugsa út í. Ef að við fengjum fjármuni frá ríkinu til að koma slíkri miðlægri miðstöð á fót í anda þess sem er til staðar hjá öðrum þjóðum þá er ég viss um að menn myndu spyrja; En hvað um þjóðarleikvangana, laun fyrir afreksíþróttafólkið, og fleira. Hvað er fremst í röðinni hjá okkur?“ Andri segir að íþróttahreyfingin verði að svara þessum spurningum og að í október sé fram undan íþróttaþing ÍSÍ þar sem að þessi mál verði rædd því þar sé Afreksstefna ÍSÍ til umræðu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Tengdar fréttir Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31