Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 10:44 Hazarar eru af mongólskum og miðasískum uppruna. Þeir eru um 9% afgönsku þjóðarinnar og hafa sætt ofsóknum af hálfu talibana í gegnum tíðina. Þeir eru flestir sjíamúslima en meirihluti Afgana eru sunníar. Vísir/EPA Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44