Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:45 Veitingamenn eru ómyrkir í máli. Vísir/Vilhelm Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT). Þar er vísað til tillögu Þórólfs Guðnasonar um að lokunartími veitingastaða, skemmtistaða og bara verði kl. 23 næstu misserin. Stjórn SVEIT segir rekstraraðila í veitingarekstri hafa mátt lúta „ströngustu sóttvarnareglum“ án þess að færð hafi verið fyrir því rök að fleiri smit hafi komið upp á umræddum stöðum en annars staðar. Þá segist stjórnin hafa áhyggjur af því að skemmtunin færist einfaldlega annað, þar sem fólk komi ekki til með að hætta að hittast heldur færa sig þangað sem ekkert eftirlit er. Þar muni smithætta verða svipuð eða meiri en á veitinga- og skemmtistöðum. Í greininni starfi í kringum 10 þúsund manns, mest ungt fólk sem muni missa vinnuna. Auk þess sé ómögulegt að halda inn í veturinn við ófyrirsjánleikann sem boðaður er. „Það er algerlega órökstutt hvers vegna þörf sé á svo hörðum aðgerðum sem beinast að veitingamarkaðnum þegar hundruð manna hópast á aðra staði, t.d. á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, á sundstaði, í líkamsræktarstöðvar, verslanamiðstöðvar og á íþróttaleiki. SVEIT skorar því á sóttvarnalækni að veita haldbær rök, studd gögnum og tölulegum upplýsingum, um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða svo verulega með tilheyrandi tjóni fyrir greinina,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT). Þar er vísað til tillögu Þórólfs Guðnasonar um að lokunartími veitingastaða, skemmtistaða og bara verði kl. 23 næstu misserin. Stjórn SVEIT segir rekstraraðila í veitingarekstri hafa mátt lúta „ströngustu sóttvarnareglum“ án þess að færð hafi verið fyrir því rök að fleiri smit hafi komið upp á umræddum stöðum en annars staðar. Þá segist stjórnin hafa áhyggjur af því að skemmtunin færist einfaldlega annað, þar sem fólk komi ekki til með að hætta að hittast heldur færa sig þangað sem ekkert eftirlit er. Þar muni smithætta verða svipuð eða meiri en á veitinga- og skemmtistöðum. Í greininni starfi í kringum 10 þúsund manns, mest ungt fólk sem muni missa vinnuna. Auk þess sé ómögulegt að halda inn í veturinn við ófyrirsjánleikann sem boðaður er. „Það er algerlega órökstutt hvers vegna þörf sé á svo hörðum aðgerðum sem beinast að veitingamarkaðnum þegar hundruð manna hópast á aðra staði, t.d. á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, á sundstaði, í líkamsræktarstöðvar, verslanamiðstöðvar og á íþróttaleiki. SVEIT skorar því á sóttvarnalækni að veita haldbær rök, studd gögnum og tölulegum upplýsingum, um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða svo verulega með tilheyrandi tjóni fyrir greinina,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira