Fjöldi fasteignapappíra inniheldur enn rasísk ákvæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:04 Samtökin Mapping Prejudice smíðuðu leitarvél sem fór í gegnum 10 milljón síður af gögnum frá einni sýslu í Minnesota og fann 30 þúsund „athugunarverð“ skjöl. Yfirvöld og samtök víðsvegar í Bandaríkjunum vinna nú að því að auðvelda einstaklingum að fá rasískar klásúlur í fasteignapappírum numdar brott. Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira