Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:40 Árni hefur unnið hörðum höndum að því að flytja nemendur sína frá Afganistan. Vísir Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“ Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30