Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 18:05 Utanríkisráðuneytið hefur lagt til 60 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins um stöðuna í Afganistan. Fram kemur í yfirlýsingu fundarins aðbandalagið leggi nú allt kapp á að flytja ríkisborgara bandalags- og samstarfsríkja frá Afganistan sem og afganska ríkisborgara sem eru í sérstakri hættu, sérstaklega þau sem hafa starfað fyrir bandalagið. „Afganska þjóðin hefur fært miklar fórnir á síðustu tuttugu árum til að koma á friði og umbótum, bæta öryggi, mannréttindi, aðgengi að menntun og stöðu kvenna og stúlkna. Aðstoð alþjóðasamfélagsins byggist á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Atlantshafsbandalagsins undanfarin ár hefur verið að veita þjálfun og ráðgjöf á sviði öryggis- og varnarmála,“ er haft eftir Guðlaugi Þór ítilkynningunni. „Sú staða sem upp er komin í landinu er því áfall og hætt við að kastað verði á glæ þeim framförum sem orðið hafa ílandinu á þessum tíma,“ segir Guðlaugur. Kallað er eftir því að valdhafar í Afganistan, Talibanar, virði alþjóðlegar skuldbindingar landsins, mannréttindi og réttindi kvenna, barna og minnihlutahópa. Tryggja þurfi áfram óheftan aðgang mannúðaraðstoðar. Átök hafa staðið yfir íAfganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand þar lengi verið slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands. „Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina,“ segir í tilkynningunni. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20. ágúst 2021 16:34 Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins um stöðuna í Afganistan. Fram kemur í yfirlýsingu fundarins aðbandalagið leggi nú allt kapp á að flytja ríkisborgara bandalags- og samstarfsríkja frá Afganistan sem og afganska ríkisborgara sem eru í sérstakri hættu, sérstaklega þau sem hafa starfað fyrir bandalagið. „Afganska þjóðin hefur fært miklar fórnir á síðustu tuttugu árum til að koma á friði og umbótum, bæta öryggi, mannréttindi, aðgengi að menntun og stöðu kvenna og stúlkna. Aðstoð alþjóðasamfélagsins byggist á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Atlantshafsbandalagsins undanfarin ár hefur verið að veita þjálfun og ráðgjöf á sviði öryggis- og varnarmála,“ er haft eftir Guðlaugi Þór ítilkynningunni. „Sú staða sem upp er komin í landinu er því áfall og hætt við að kastað verði á glæ þeim framförum sem orðið hafa ílandinu á þessum tíma,“ segir Guðlaugur. Kallað er eftir því að valdhafar í Afganistan, Talibanar, virði alþjóðlegar skuldbindingar landsins, mannréttindi og réttindi kvenna, barna og minnihlutahópa. Tryggja þurfi áfram óheftan aðgang mannúðaraðstoðar. Átök hafa staðið yfir íAfganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand þar lengi verið slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands. „Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina,“ segir í tilkynningunni.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20. ágúst 2021 16:34 Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20. ágúst 2021 16:34
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19