Dæmd fyrir hatursglæp fyrir að keyra á tvö þeldökk börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 16:15 Nicole Poole Franklin var dæmd í tuttugu og fimm ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæpi. Skjáskot Kona frá Iowa hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp. Konan gerðist sek um tilraun til manndráps gegn tveimur börnum af afrískum eða miðausturlenskum uppruna með því að keyra á þau viljandi. Konan hélt að börnin væru frá Mexíkó. Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira