Hræðast að íslamska ríkið ráðist á flugvöllinn í Kabúl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 09:52 Afganar safnast enn saman við flugvöllinn í Kabúl í von um að komast úr landinu. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Bandaríkin hafa varað ríkisborgara sína við því að vera í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þau hræðast nú að armur hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, í Afganistan beini spjótum sínum að flugvellinum. Mikil ringulreið hefur verið á og í kring um flugvöllinn undanfarna viku, frá því að Talibanar náðu völdum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Þúsundir hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í von um að ná að smygla sér inn á hann og komast um borð í flugvél á leið úr landinu. Bandaríkin gáfu út öryggisviðvörun til ríkisborgara sinna í Kabúl í gær þar sem þeim var sagt að halda sig fjarri flugvellinum vegna mögulegrar öryggisógnar. Aðeins þeir sem bandarísk yfirvöld hefðu haft samband við sérstaklega, um að þau ættu pláss um borð í flugvél, ættu að nálgast flugvöllinn. Bandarísk yfirvöld leita nú annarra leiða til að koma ríkisborgurum sínum úr landinu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um meinta öryggisógn og íslamska ríkið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu um mögulega hryðjuverkaárás. Eins og áður segir hefur verið mikil ringulreið við flugvöllinn undanfarna daga og greindi breska varnarmálaráðuneytið frá því í morgun að sjö hafi látist í troðningi við flugvöllinn. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Mikil ringulreið hefur verið á og í kring um flugvöllinn undanfarna viku, frá því að Talibanar náðu völdum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Þúsundir hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í von um að ná að smygla sér inn á hann og komast um borð í flugvél á leið úr landinu. Bandaríkin gáfu út öryggisviðvörun til ríkisborgara sinna í Kabúl í gær þar sem þeim var sagt að halda sig fjarri flugvellinum vegna mögulegrar öryggisógnar. Aðeins þeir sem bandarísk yfirvöld hefðu haft samband við sérstaklega, um að þau ættu pláss um borð í flugvél, ættu að nálgast flugvöllinn. Bandarísk yfirvöld leita nú annarra leiða til að koma ríkisborgurum sínum úr landinu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um meinta öryggisógn og íslamska ríkið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu um mögulega hryðjuverkaárás. Eins og áður segir hefur verið mikil ringulreið við flugvöllinn undanfarna daga og greindi breska varnarmálaráðuneytið frá því í morgun að sjö hafi látist í troðningi við flugvöllinn. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43