Kórónuveirufaraldurin hefur verið í vexti í Víetnam frá því í apríl.
Ástandið er einna verst í höfuðborginni og nágrannaborginni Binh Duong.
Íbúar tiltekinna hverfa mega ekki yfirgefa heimili sín og munu lögregla og hermenn vakta þau hverfi. Yfirvöld munu hins vegar sjá um að koma vistum til heimila þar sem útgöngubann er í gildi að minnsta kosti næstu tvær vikurnar.
AP fréttastofan segir yfirvöld vona að með útgöngubanni takist að fletja kúrfuna í fjölgun smitaðra í borginni.