Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 08:39 Bandarískir landgönguliðar standa vörð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Vísir/EPA Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust. Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið. Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið.
Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36
Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14