Leikmaður Bayern sendi „hugrakkasta íþróttaliði heims“ hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 14:30 Alphonso Davies varði fyrstu árum ævinnar í flóttamannabúðum. Hann heldur svo sannarlega með þeim Ibrahim Al Hussein, Shahrad Nasajpour og Alia Issa, sem sjá má á myndinni til vinstri ásamt starfsmanni flóttamannaliðsins, á leikunum í Tókýó. Getty/Christopher Jue og Tom Weller Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur sent liði flóttamanna hvatningarbréf fyrir keppni þess á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hann segir um að ræða hugrakkasta íþróttalið heims. Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan. Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan.
Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira