Slysið haft mikil áhrif á feril Sölva: „Bíllinn flaug 40 metra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Sölvi Geir Ottesen Víkingur Vísir/Sigurjón Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings Reykjavíkur, tilkynnti í viðtali við Stöð 2 í gær að yfirstandandi leiktíð væri hans síðasta á ferlinum. Sá ferill hefur að miklu leyti einkennst af meiðslum sem rekja má aftur til bílslyss sem hann lenti í ungur að árum. Slysið átti sér stað á föstudeginum 13. september 2002 þegar Sölvi Geir var aðeins 18 ára gamall. Hann og félagi hans sem var við stýrið höfðu þá verið í kappakstri við annan bíl, en misstu stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn flaug 40 metra áður en hann lenti á hvolfi þannig að þakið kramdist. „Við vorum að keyra dálítið hratt, hraðar en má, og félagi minn missir stjórn á bílnum og við förum út af á miklum hraða og fljúgum þarna einhverja 40 metra í lausu lofti niður brekku. Þetta var bara mjög slæmt bílslys þar sem ég fæ þakið ofan á hausinn á mér og kremst allur þarna í bílnum,“ segir Sölvi í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Frétt um slysið úr Morgunblaðinu 15. mars 2002.Skjáskot/Morgunblaðið Misst af 40 til 50 prósent leikja Allir í bílnum steinrotuðust og Sölvi Geir meiddist illa á baki við slysið. Bakmeiðslin hafa dregið dilk á eftir í gegnum allan hans feril. Sölvi hefur misst af fjölda leikja hvar sem hann hefur verið sökum þrálátra bakmeiðsla. „Þetta hefur bara haft áhrif á bakið mitt í gegnum minn feril. Ég er sennilega búinn að missa af 40 til 50 prósent af leikjum sem ég hefði annars spilað í gegnum ferilinn út af bakmeiðslum. Þannig að þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ferilinn allavega.“ segir Sölvi Geir. Klippa: Sölvi Geir um bílslysið Sölvi lék með Víkingi fram til ársins 2004 þegar hann fór til Djurgården í Svíþjóð ásamt Kára Árnasyni, en þeir leika saman í vörn Víkinga í dag. Hann spilaði aðeins 35 leiki á fimm árum í Svíþjóð áður en hann átti góð fimm ár með SönderjyskE og FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann lék svo í Rússlandi, Kína og Taílandi árin 2013 til 2017 áður en hann sneri heim í Víkina. „Einhver sem var að vaka yfir mér“ Enn í dag þakkar Sölvi þó fyrir að ekki fór verr, enda komust allir lífs af frá slysinu þrátt fyrir alvarleika þess. Aðspurður um hvort þetta sitji enn fast í minninu segir hann: „Þetta gerir það. Þegar þú ert á svona miklum hraða í lausu lofti, þú gleymir ekki þannig augnabliki.“ „Það var einhver sem var að vaka yfir mér á þessu augnabliki, það er nokkuð ljóst.“ segir Sölvi Geir. Hættir í haust Sölvi Geir sagði í viðtali sem Vísir birti í gær að þetta tímabil yrði hans síðasta. Hann kom til félagsins fyrir sumarið 2018 og vann bikartitil árið 2019. Hann segist vera orðinn langþreyttur á baráttunni við eigin líkama og því fari skórnir upp í hillu í haust. „Þetta er búið að vera bras. Það er búið að vera bras að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er síðasta tímabilið sem ég spila, hnéð er orðið handónýtt og bakið er mjög laskað sem er búið að vera það allan ferilinn þannig að þetta er búið að vera mjög krefjandi að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er búið að taka á.“ sagði Sölvi við Stöð 2. Hann vonast eftir að ljúka ferlinum á titli með Víkingi en liðið er aðeins fyrir neðan topplið Vals á markatölu eftir sigurinn á þeim í fyrradag. Breiðablik er stigi á eftir liðunum tveimur og á leik inni. Gríðarjöfn toppbarátta er því fram undan í Pepsi Max-deild karla. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ekki háskaleikur hjá Sölva: „Held að maður hefði alltaf leyst þetta eins“ Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, telur að ekki hafi verið um háskaleik að ræða þegar Sölvi Geir Ottesen bjargaði á línu í leik Víkings og Vals í Pepsi Max-deild karla í gær. 23. ágúst 2021 13:59 Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. 23. ágúst 2021 09:45 Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. 23. ágúst 2021 08:01 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Slysið átti sér stað á föstudeginum 13. september 2002 þegar Sölvi Geir var aðeins 18 ára gamall. Hann og félagi hans sem var við stýrið höfðu þá verið í kappakstri við annan bíl, en misstu stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn flaug 40 metra áður en hann lenti á hvolfi þannig að þakið kramdist. „Við vorum að keyra dálítið hratt, hraðar en má, og félagi minn missir stjórn á bílnum og við förum út af á miklum hraða og fljúgum þarna einhverja 40 metra í lausu lofti niður brekku. Þetta var bara mjög slæmt bílslys þar sem ég fæ þakið ofan á hausinn á mér og kremst allur þarna í bílnum,“ segir Sölvi í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Frétt um slysið úr Morgunblaðinu 15. mars 2002.Skjáskot/Morgunblaðið Misst af 40 til 50 prósent leikja Allir í bílnum steinrotuðust og Sölvi Geir meiddist illa á baki við slysið. Bakmeiðslin hafa dregið dilk á eftir í gegnum allan hans feril. Sölvi hefur misst af fjölda leikja hvar sem hann hefur verið sökum þrálátra bakmeiðsla. „Þetta hefur bara haft áhrif á bakið mitt í gegnum minn feril. Ég er sennilega búinn að missa af 40 til 50 prósent af leikjum sem ég hefði annars spilað í gegnum ferilinn út af bakmeiðslum. Þannig að þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ferilinn allavega.“ segir Sölvi Geir. Klippa: Sölvi Geir um bílslysið Sölvi lék með Víkingi fram til ársins 2004 þegar hann fór til Djurgården í Svíþjóð ásamt Kára Árnasyni, en þeir leika saman í vörn Víkinga í dag. Hann spilaði aðeins 35 leiki á fimm árum í Svíþjóð áður en hann átti góð fimm ár með SönderjyskE og FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann lék svo í Rússlandi, Kína og Taílandi árin 2013 til 2017 áður en hann sneri heim í Víkina. „Einhver sem var að vaka yfir mér“ Enn í dag þakkar Sölvi þó fyrir að ekki fór verr, enda komust allir lífs af frá slysinu þrátt fyrir alvarleika þess. Aðspurður um hvort þetta sitji enn fast í minninu segir hann: „Þetta gerir það. Þegar þú ert á svona miklum hraða í lausu lofti, þú gleymir ekki þannig augnabliki.“ „Það var einhver sem var að vaka yfir mér á þessu augnabliki, það er nokkuð ljóst.“ segir Sölvi Geir. Hættir í haust Sölvi Geir sagði í viðtali sem Vísir birti í gær að þetta tímabil yrði hans síðasta. Hann kom til félagsins fyrir sumarið 2018 og vann bikartitil árið 2019. Hann segist vera orðinn langþreyttur á baráttunni við eigin líkama og því fari skórnir upp í hillu í haust. „Þetta er búið að vera bras. Það er búið að vera bras að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er síðasta tímabilið sem ég spila, hnéð er orðið handónýtt og bakið er mjög laskað sem er búið að vera það allan ferilinn þannig að þetta er búið að vera mjög krefjandi að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er búið að taka á.“ sagði Sölvi við Stöð 2. Hann vonast eftir að ljúka ferlinum á titli með Víkingi en liðið er aðeins fyrir neðan topplið Vals á markatölu eftir sigurinn á þeim í fyrradag. Breiðablik er stigi á eftir liðunum tveimur og á leik inni. Gríðarjöfn toppbarátta er því fram undan í Pepsi Max-deild karla. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ekki háskaleikur hjá Sölva: „Held að maður hefði alltaf leyst þetta eins“ Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, telur að ekki hafi verið um háskaleik að ræða þegar Sölvi Geir Ottesen bjargaði á línu í leik Víkings og Vals í Pepsi Max-deild karla í gær. 23. ágúst 2021 13:59 Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. 23. ágúst 2021 09:45 Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. 23. ágúst 2021 08:01 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Ekki háskaleikur hjá Sölva: „Held að maður hefði alltaf leyst þetta eins“ Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, telur að ekki hafi verið um háskaleik að ræða þegar Sölvi Geir Ottesen bjargaði á línu í leik Víkings og Vals í Pepsi Max-deild karla í gær. 23. ágúst 2021 13:59
Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. 23. ágúst 2021 09:45
Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. 23. ágúst 2021 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05