Heimildir AP fréttastofunnar greina ekki hvað þeim fór á milli á fundinum.
Samkvæmt samkomulagi bandarískra stjórnvalda og Talíbana á allt bandarískt herlið að vera farið frá landinu hinn 31. ágúst, eða eftir viku.
Mikill þrýstingur hefur verið á bandarískum stjórnvöldum að framlengja veru sína í Afganistan til þess að vernda flugvöllinn í Kabúl. Flugvöllurinn er gríðarlega mikilvæg leið frá Afganistan en mikill fjöldi reynir nú að flýja landið.
Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda um málið í dag.
Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl dögum saman og hafa jafnvel þeir sem eru með leyfi til að fara ekki komist í gegn og tuttugu manns hafa látist í þvögunni.