Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 13:55 Zabihullah Mujahid hefur verið talsmaður Talibana í tæpa tvo áratugi. MARCUS YAM/Getty Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð. Afganistan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð.
Afganistan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira