Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 14:09 Enn bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/vilhelm Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding
Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15
Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00