Prófa mótefnalyf sem gæti fækkað spítalainnlögnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 18:50 Már Kristjánsson segir að mótefnalyf hjálpi okkur að lifa með veirunni. vísir/arnar Mótefnalyf sem Landspítalinn notar við meðferð á Covid-19 hefur gefið góða raun hingað til. Lyfið er gefið fólki í sérstökum áhættuhópi og hefur það allt sloppið við spítalainnlögn. Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels