Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:52 Harris er nú komin til Hanoi í Víetnam eftir nokkurra klukkustunda töf. Getty/Carlos Tischler Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg. Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg.
Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila