Svona var blaðamannafundur KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45 Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45
Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28