Kanye vill verða Ye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 11:30 Kanye hér í hlustunarpartíi fyrir óútgefna plötu sína, Donda, á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta í síðasta mánuði. Kevin Mazur/Getty Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum. Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum.
Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira