Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 13:41 Lars Lagerbäck verður ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Getty/Liam McBurney Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32