Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 15:44 Orka náttúrunnar er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni ON um flýtimeðferð og verður málið þingfest á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði fyrr á þessu ári að útboð fyrir uppsetningu og rekstur hleðslustöðvanna sem ON vann hafi verið ólöglegt þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki boðið verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppnisaðilinn Ísorka kærði niðurstöðu útboðsins. Í kjölfarið var lokað fyrir notkun stöðvanna sem standa víðsvegar við bílastæði í eigu borgarinnar. Fyrirtækið hefur farið fram að réttaráhrifum niðurstöðunnar verði frestað svo fyrirtækið geti haft hleðslustöðvarnar opnar þangað til niðurstaða dómstólsins liggur fyrir. Fara ekki fram á bætur ON hefur nú sent erindi til borgarlögmanns. Að sögn fyrirtækisins er Reykjavíkurborg þar innt eftir því hvort flýtimeðferð dómsmálsins og sú yfirlýsing forráðamanns Ísorku við Fréttablaðið að það sé „alveg Ísorku að meinalausu hvort stöðvarnar fái að þjóna rafbílaeigendum áfram,“ gefi tilefni til að endurmeta stöðuna. Að sögn ON fer fyrirtækið hvorki fram á bætur né málskostnað í dómsmálinu heldur einungis að niðurstaða kærunefndar útboðsmála verði felld úr gildi. Ekki er hægt að stefna kærunefndinni og því er form dómsmálsins það að kæranda útboðsins, Ísorku og Reykjavíkurborg er stefnt. Enginn sigurvegari „Sú staða sem upp kom eftir niðurstöðu kærunefndarinnar var í senn flókin og kolómöguleg,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, í tilkynningu. „Það var enginn sigurvegari en öll töpuðu, ekki síst rafbíleigendur og loftslagið. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessari þjónustu í gagnið á ný, enda sýndi sig að margir rafbílaeigendur, sem ekki eiga kost á að hlaða heima, treystu á þessa lausn þegar þeir keyptu sér rafmagnsbíl. Við hjá Orku náttúrunnar erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast út úr þessari ómögulegu stöðu sem nú er, enda eru orkuskipti í samgöngum fljótlegasta og mikilvægasta framlag okkar til loftslagsmála,“ segir Kristján Már. Bílar Orkumál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni ON um flýtimeðferð og verður málið þingfest á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði fyrr á þessu ári að útboð fyrir uppsetningu og rekstur hleðslustöðvanna sem ON vann hafi verið ólöglegt þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki boðið verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppnisaðilinn Ísorka kærði niðurstöðu útboðsins. Í kjölfarið var lokað fyrir notkun stöðvanna sem standa víðsvegar við bílastæði í eigu borgarinnar. Fyrirtækið hefur farið fram að réttaráhrifum niðurstöðunnar verði frestað svo fyrirtækið geti haft hleðslustöðvarnar opnar þangað til niðurstaða dómstólsins liggur fyrir. Fara ekki fram á bætur ON hefur nú sent erindi til borgarlögmanns. Að sögn fyrirtækisins er Reykjavíkurborg þar innt eftir því hvort flýtimeðferð dómsmálsins og sú yfirlýsing forráðamanns Ísorku við Fréttablaðið að það sé „alveg Ísorku að meinalausu hvort stöðvarnar fái að þjóna rafbílaeigendum áfram,“ gefi tilefni til að endurmeta stöðuna. Að sögn ON fer fyrirtækið hvorki fram á bætur né málskostnað í dómsmálinu heldur einungis að niðurstaða kærunefndar útboðsmála verði felld úr gildi. Ekki er hægt að stefna kærunefndinni og því er form dómsmálsins það að kæranda útboðsins, Ísorku og Reykjavíkurborg er stefnt. Enginn sigurvegari „Sú staða sem upp kom eftir niðurstöðu kærunefndarinnar var í senn flókin og kolómöguleg,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, í tilkynningu. „Það var enginn sigurvegari en öll töpuðu, ekki síst rafbíleigendur og loftslagið. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessari þjónustu í gagnið á ný, enda sýndi sig að margir rafbílaeigendur, sem ekki eiga kost á að hlaða heima, treystu á þessa lausn þegar þeir keyptu sér rafmagnsbíl. Við hjá Orku náttúrunnar erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast út úr þessari ómögulegu stöðu sem nú er, enda eru orkuskipti í samgöngum fljótlegasta og mikilvægasta framlag okkar til loftslagsmála,“ segir Kristján Már.
Bílar Orkumál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32