Ria Oling skoraði fyrsta mark Rosengård á 28. mínútu áður en að Sanne Troelsgaard tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Troelsgaard bætti við sínu öðru marki á 51. mínútu og breytti stöðunni í 3-0.
Mimmi Larsson gulltryggði gestunum svo stigin þrjú með marki á 77. mínútu. Lokatölur 4-0, og Rosengård er nú með 11 stiga forskot á toppnum með 38 stig eftir 14 leiki. Vittsjö er hinsvegar í sjöunda sæti með 17 stig.