Leikkonan Kristen Stewart fer með hlutverk Díönu í kvikmyndinni og Jack Farthing fer með hlutverk Karls Bretaprins.
Myndin fjallar um jólaboð konungsfjölskyldunnar í Sandringham kastalanum í Norfolk í Englandi, boðið þar sem talið er að Díana hafi ákveðið að skilja við Karl.
Myndin verður frumsýnd þann 5. nóvember næstkomandi í Bretlandi og verður líklega komin í kvikmyndahús hér á landi um miðjan nóvembermánuð.