Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Elma Rut Valtýsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. ágúst 2021 22:44 Samtökin ISIS-K voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakitönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. Getty/Universal History Archive Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41