„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 23:02 Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld þar sem hann lýsti því yfir að bandaríski herinn skipuleggi nú gagnárás á ISIS-K. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu. Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira